Jamie Redknapp sérfræðingur Sky Sports kallar stjórnarmenn Tottenham trúða í hljóðbroti sem hann sendi á félaga sinn en hefur nú lekið út.
Redknapp var að útskýra fyrir vini sínum af hverju Tottenham ákvað að reka Jose Mourinho úr starfi fyrir viku síðan. Ástæðan virðist fyrst og síðast vera fjárhagsleg.
„Ég heyrði að þetta hefði með stöðuna í deildinni að gera, ef Tottenham myndi reka hann með liðið í efstu fjórum þá fengi hann 30 milljónir punda,“ segir Redknapp.
Jamie Redknapp talking about why Levy sacked Mourinho! 😂
(not sent to me). pic.twitter.com/zkETf6X62W
— Leah Smith (@LeahSmith_) April 21, 2021
„Ef þeir hefðu rekið hann í efstu sex sætunum þá hefði hann fengið aðra upphæð. Sú staðreynd að þeir hafi rekið hann þegar liðið er ekki í topp sex, þá eru þetta 4-5 milljónir punda,“ segir Redknapp.
Athygli vakti að Mourinho var rekinn nokkrum dögum fyrir úrslitaleikinn í deildarbikarnum þar sem Tottenham tapaði í gær gegn Manchester City.
„Þess vegna gerir það Daniel Levy núna frekar en að bíða. Ég veit ekki af hverju þeir gera þetta fyrir úrslitaleikinn, þetta eru helvítis trúðar.“