Tottenham og Manchester City mætast í úrslitaleik enska bikarsins í dag. Leikið verður á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga og hefst leikurinn klukkan 15:30.
Það eru liðin 13 ár og 55 dagar, síðan að Tottenham vann síðat titil. Sá titill kom akkúrat í enska deildarbikarnum þann 24. febrúar árið 2008. Þá mætti Tottenham, Chelsea í úrslitaleik keppninnar. Leiknum lauk með 2-1 sigri Tottenham þar sem að Jonathan Woodgate, tryggði liðinu sigur með marki í uppbótartíma.
Tottenham spilar nú undir stjórn Ryan Mason, sem var ráðinn bráðabirgðastjóri út tímabilið eftir að José Mourinho, var sagt upp störfum.
Mason getur því unnið sinn fyrsta titil sem knattspyrnustjóri og það í sínum öðrum leik sem knattspyrnustjóri félagsins.