Flautað verður til leiks í Pepsi-Max deild karla á föstudaginn næstkomandi þegar Íslandsmeistarar Vals taka á móti ÍA á Origo vellinum.
Pepsi-Max deild kvenna hefst síðan þann 4. maí og opnunarleikur mótsins er leikur ÍBV og Þór/KA sem fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.
Í tilefni þess að stutt er í mót, var gefin út auglýsing þar sem hitað er upp fyrir komandi fótboltasumar.