Louis Saha, fyrrverandi leikmaður Manchester United, telur að sitt gamla félag þurfi að kaupa annað hvort Erling Braut Haaland eða Harry Kane, svo að önnur lið hræðist að mæta þeim.
Manchester United mun að öllum líkindum þurfa að styrkja framlínu sína í sumar en miklar líkur eru á því að Edinson Cavani, yfirgefi herbúðir félagsins.
„Þessir leikmenn geta gefið Manchester United mikið en þetta fer eftir því hvert forráðamenn félagsins stefna. Vilji þeir vinna titla, þá eru það þessir leikmenn sem þeir verða að fá til liðs við sig,“ sagði Louis Saha, fyrrverandi leikmaður Manchester United í viðtali við Genting Bet.