Hamar og Vestri mættust í Mjólkurbikar karla í dag. Leiknum lauk með 3-0 sigri Vestra en leikurinn fór fram á Selfossi.
Vestri leikur í næst efstu deild en Hamar í fjórðu deild. Fyrirfram var búist við þægilegum sigri Vestra en þeir þurfti svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum í dag.
Fyrsta mark leiksins kom á 72. mínútu, það skoraði Pétur Bjarnason eftir flotta sókn Vestramanna.
Það var síðan daninn Nicolaj Madsen sem skoraði annað mark Vestra á 84. mínútu.
Það var síðan Vladimir Tufegdzic, sem innisiglaði 3-0 sigur Vestra með marki á lokamínútu uppbótartíma.
Vestri er því komið áfram í næstu umferð Mjólkurbikarsins þar sem liðið mætir KFR.