Þremur leikjum lauk nú seinnipartinn í Mjólkurbikar karla. Haukar, ÍH og Ægir eru öll komin áfram í næstu umferð keppninar eftir sigra.
Haukar unnu 4-0 sigur á fjórðu deildar liði KM og þá unnu nágrannar Hauka í Hafnarfirðinum, ÍH, 3-2 sigur á Vatnalilijunum.
Ægir hafði síðan betur gegn Uppsveitum í síðasta leik dagsins. Lokatölur 4-0 sigur Ægis.