Leeds United tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en leikið var á heimavelli Leeds, Elland Road.
Manchester United, siglir eftir leikinn, lignan sjó í 2. sæti deildarinnar, tíu stigum á eftir Manchester City og 8 stigum á undan Leicester City sem situr í 3. sæti.
Leeds United er í 9. sæti með 47 stig.
Leeds United 0 – 0 Manchester United