Þó nokkur Íslendingalið hafa leikið í Evrópuboltanum það sem af er degi. Hér er það helsta:
Jón Daði Böðvarsson var allan tímann á bekknum hjá Millwall í 1-0 tapi gegn Watford í ensku Championship-deildinni. Watford tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili með sigrinum.
Daníel Leó Grétarsson var ekki með Blackpool er liðið tapaði 0-1 gegn Shrewsbury í ensku C-deildinni. Blackpool er enn í umspilssæti þrátt fyrir tapið.
Jökull Andrésson hélt enn og aftur hreinu fyrir Exeter í markalausu jafntefli gegn Newport í ensku D-deildinni. Exeter er 3 stigum frá umspilssæti þegar þrír leikir eru eftir.
Valgeir Lunddal Friðriksson sat allan tímann á varamannabekk Hacken gegn Sirius í sænsku úrvalsdeildinni. Lokatölur leiksins urðu 1-2 fyrir Sirius. Aron Bjarnason er á mála hjá Sirius en hann er meiddur.
Nokkrir leikmenn leika í efstu deild kvenna í Svíþjóð og voru þær í eldlínunni í dag. Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn fyrir Rosengaard í 3-1 sigri á Hammarby og Hallbera Guðný Gísladóttir var í byrjunarliði AIK í 1-2 tapi gegn Linköping. Þá skoraði Sveindís Jane Jónsdóttir og lagði upp í 2-1 sigri Kristianstad á Djurgarden. Sif Atladóttir kom inn á sem varamaður fyrir Kristianstad. Elísabet Gunnarsóttir stýrir liðinu. Loks lék Berglind Rós Ágústsdóttir allan leikinn fyrir Örebro í 1-0 sigri gegn Vittsjö. Cecilía Rán Rúnarsdóttir sat á varamannabekk Örebro í leiknum.
Bjarni Mark Antonsson lék allan leikinn með Brage í 1-0 tapi gegn Varnamo. Liðin spila í sænsku B-deildinni.
Kristrún Rut Antonsdóttir kom inn á sem varamaður í 6-0 sigri St. Pölten gegn Wacker Innsbruck í efstu deild í Austurríki.
Elías Rafn Ólafsson stóð á milli stanganna hjá Fredericia í 1-2 sigri gegn Köge.