Sheffield United sigraði Brighton, 1-0, í lokaleik dagsins í ensku úrvalseildinni. Lokatölur urðu 1-0.
David McGoldrick kom Sheffield yfir á 19.mínútu. Þá setti hann boltann í markið eftir vandræðagang á meðal varnarmanna Brighton.
Fyrri hálfleikur var annars rólegur. Brighton var mun meira með boltann en gerðu lítið með hann.
Brighton kom boltanum í markið á 57. mínútu en var markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Myndbandsdómgæsla var notuð.
Brighton fékk tækifæri til að jafna leikinn í seinni hálfleiknum en allt kom fyrir ekki.
Sheffield er langneðst í deildinni og er fallið. Brighton er í 16.sæti, 7 stigum fyrir ofan fallsvæðið. Fimm umferðir eru eftir.