Allan Saint-Maximin, leikmaður Newcastle, kom Sadio Mane, leikmanni Liverpool, til varnar eftir leik liðanna í dag. Hann svaraði þá stuðningsmanni Liverpool á Twitter.
Leikurinn í dag fór 1-1 á Anfield. Newcastle jafnaði í uppbótartíma.
Lítið hefur gengi upp hjá Mane á tímabilinu og virðast einhverjir stuðningsmenn Liverpool vera orðnir pirraðir á gengi hans.
Einn stuðningsmaður spurði Saint-Maximin á Twitter hvort að hann gæti komið til Liverpool og sent Mane í hina áttina. Saint-Maximin, sem er virkur á miðlinum, tók þá upp hanskann fyrir Mane.
,,Ég veit að þú heldur að þetta sé hrós til mín en mér líkar þetta ekki. Sýndu honum virðingu, gerðu það, þú ert vanþakklátur. Hann (Mane) hefur gert og mun gera mikið fyrir Liverpool, það er langur vegur í að ég komist á hans plan,“ skrifaði þessi litríki leikmaður Newcastle.
Fallega gert hjá Saint-Maximin.
Allan Saint-Maximin stood up for Sadio Mane 👏 pic.twitter.com/jwHzF6La43
— ESPN FC (@ESPNFC) April 24, 2021