VAR, myndbandsdómgæslan, komst enn og aftur í sviðsljósið í kvöld í leik Arsenal og Everton. Þeir bláklæddu höfðu þá fengið dæmt á sig víti . Dómnum var þó snúið við þar sem Nicolas Pepe var dæmdur rangstæður í aðdragandanum.
Dómarinn dæmdi víti þar sem Richarlison hafði brotið á Dani Ceballos innan teigs. Snertingin var að vísu ekki mikil en talin nóg til þess að veita skyttunum vítaspyrnu. Með aðstoð myndbandsdómgæslu komust dómararnir þó að því að Pepe hafi verið rangstæður í sókninni sem leiddi að vítaspyrnudómnum.
Eins og svo oft áður á tímabilinu var ansi mjótt á munum og erfitt að sjá hvort Pepe sé rangstæður eða ekki. Dæmi hver fyrir sig.
Þegar þetta er skrifað eru örfáar mínútur eftir af leiknum. Everton leiðir 0-1.
Arsenal thought they had a penalty but it's been ruled out by VAR for THIS offside 👇
— Goal (@goal) April 23, 2021