Bernd Leno gerði sig sekan um ansi slæm mistök í 0-1 tapi Arsenal gegn Everton í kvöld.
Þegar stundarfjórðungur lifði leiks missti Leno boltann inn eftir fyrirgjöf frá Richarlison sem virtist nokkuð auðveld viðureignar. Þetta reyndist sigurmarkið í leiknum.
Eftir leik hrósaði Henry Winter, blaðamaður á Times, Gylfa Þór Sigurðssyni, sem lék allan leikinn fyrir Everton, fyrir íþróttamannslega hegðun. Gylfi fór beint til Leno og hughreysti hann eftir að lokaflautið gall.
Hér fyrir neðan má sjá bæði myndskeið af mistökum Leno sem og tísti Winter um Gylfa:
Sporting touch from Sigurdsson heading straight to Leno at the final whistle to offer a sympathetic fist-bump. Leno looked inconsolable as he sloped to the tunnel. OG a bad mistake for a usually fairly reliable keeper. #ARSEVE
— Henry Winter (@henrywinter) April 23, 2021
What a horrible mistake from Bernd Leno to gift Everton a goal #ARSEVEpic.twitter.com/Otfizelhmw
— Arsenal Best Goals & Videos (@AFCBestGoals) April 23, 2021