Harry Kane ætti að vera klár í slaginn í úrslitaleik enska deildarbikarsins á sunnudag þegar Tottenham mætir besta liði Englands, Manchester City.
Kane meiddist nokkuð illa á ökkla fyrir viku síðan og var algjör óvissa um það hvort enski framherjinn næði úrslitaleiknum.
Kane var ekki leikfær með Tottenham á miðvikudag þegar liðið vann 2-1 sigur á Fulham undir stjórn Ryan Mason.
Kane meiddist í síðasta leik Tottenham undir stjórn Jose Mourinho en liðið gerði þá 2-2 jafntefli við Everton. Þar skoraði Kane tvö mörk.
Kane æfði í gær en þó ekki með liðinu, vonir standa til um að Kane geti æft að fullum krafti í dag og verið klár á Wembley á sunnudag.