Í gær bárust fréttir af því að Bruno Fernandes myndi skrifa undir nýjan samning við Manchester United ef Paul Pogba tæki sama skref.
Pogba gæti farið frá United í sumar þegar aðeins eitt ár verður eftir af samningi hans við félagið.
Gengi United með þá félaga innan vallar er hins vegar eitthvað sem forráðamenn félagsins gætu horft í, árangur United er betri þegar aðeins annar þeirra er á vellinum.
Þannig vinnur United 71 prósent leikja þegar bara annar þeirra spilar, þegar báðir eru á vellinum þá vinnur liðið 57 prósent leikja.
United skorar 2,4 mörk þegar bara annar þeirra er með en þegar bæði Fernandes og Pogba eru á vellinum skorar liðið að meðaltali 1,8 mark í leik.
Liðið fær líka á sig 1,2 mark þegar Pogba og Fernandes spila báðir en aðeins 0,4 mark þegar aðeins annar þeirra spilar.