Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, hefur komið sér í fréttirnar fyrir nokkuð neikvæðar sakir. Hann flutti rakara frá London til Madrídar til þess að snyrta á sér hárið þvert á fyrirmæli yfirvalda.
Hárgreiðslumaðurinn heitir Ahmed Alsanawi og er þekktur fyrir það að að klippa stærstu stjörnurnar. Til að mynda hafa Paul Pogba, Diego Costa og Jesse Lingard nýtt sér þjónustu hans.
Alsanawi tjáði svo fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum það að hann væri á leið til Spánar til þess að græja hárið á Hazard.
Það væri kannski ekki svo merkilegt út af fyrir sig. Hins vegar hafa stjórnvöld í Bretlandi biðlað til fólks að ferðast ekki á milli landa af ónauðsynlegum ástæðum til þess að hefta útbreiðslu kórónuverirunnar.
Ferð á milli landa fyrir eina hárgreiðslu mun seint flokkast sem nauðsynlegt erindi og hefur þetta því vakið reiði einhverra.