Kinsey Wolanski áhrifavaldur í Bandaríkjunum tengist knattspyrnu með óbeinum hætti, þessi 24 ára kona fækkaði nefnilega fötum og hljóp inn á fótboltavöll árið 2019. Hún er með 3,6 milljónir fylgjenda á Instagram.
Wolanski ákvað að velja stærsta fótboltaleik ársins til að auglýsa sig og hlaupa inn á völlinn, þetta gerði hún í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Liverpool vann þá sigur á Tottenham en Jurgen Klopp stjóri Liverpool hafði ekki húmor fyrir hegðun Wolanski.
„Ég átti alls ekki von á því að þetta myndi vekja svona athygli, ég átti ekki von á öllum þessum látum eftir leik,“ segir Wolanski um málið í dag.
Wolanski var í sundbol þegar hún hljóp inn á völlinn og auglýsti fyrirtækið Vitaly. Hún er þekkt fyrir að fækka fötum og trufla íþróttaviðburði, Meistaradeildarleikurinn var ekki hennar fyrsta truflun.
„Ég var spennt, ég elska að gera eitthvað sem er alveg á mörkunum. Ég elska að lifa lífinu svona.“
„Ég er mjög þakklát fyrir þessa reynslu, þetta hjálpaði mér að stækka. Ég er með stærri aðdáendahóp út um allan heim eftir þetta atvik.“