Stuðningsmenn Manchester United söfnuðust saman við æfingasvæði félagsins í morgun til að mótmæla Glazer fjölskyldunni sem á klúbbinn. Ole Gunnar Solskjaer þurfti á endanum að koma út og róa mannskapinn niður.
Amerísku eigendurnir eru taldir hafa verið arkitektar Ofurdeildarinnar sem tilkynnt var á sunnudag. Ensku klúbbarnir staðfestu allir brottför sína úr deildinni á þriðjudag eftir vaxandi neikvæða umræðu frá sjónvarpsstöðvum, aðdáendum og ríkisstjórn Bretlands.
Nú hafa birst myndir þar sem stuðningsmenn söfnuðust saman við báða innganga æfingasvæðisins með borða sem á stóð „Út með Glazers“, „Við ráðum hvenær þið spilið“ og „51% MUFC“ sem vísar í þýska módelið þar sem stuðningsmenn eiga meirahluta í klúbbnum.
Í yfirlýsingu frá félaginu sagði að Solskjaer og fleiri hefðu komið út til þess að ræða við mótmælundur sem höfðu tekið yfir svæðið en nú væri allt öruggt og hópurinn hefur yfirgefið svæðið.
— Red Issue (@RedIssue) April 22, 2021