Kærustuparið Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Lyon og Árni Vilhjálmsson, leikmaður Breiðabliks, eiga von á sínu fyrsta barni.
Lyon óskaði í dag, Söru Björk innilega til hamingju með væntanlegt móðurhlutverk, með tilkynningu á heimasíðu sinni.
Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að Sara muni eyða næstu mánuðum á Íslandi til þess að vera nær fjölskyldu sinni.
„Lyon óskar Söru enn á ný innilega til hamingju og félagið mun gera allt til þess að sjá til þess að hún snúi aftur til félagsins í besta mögulega standi,“ stóð í tilkynningu Lyon.
View this post on Instagram