Ilkay Gundogan, leikmaður Manchester City, segir að nýtt keppnisfyrirkomulag í Meistaradeild Evrópu sé skárri kostur en Ofurdeildin en að báðir kostirnir séu vondir.
Gundogan tjáði sig um nýtt keppnisfyrirkomulag í Meistaradeild Evrópu á samfélagsmiðlinum Twitter. Fleiri leikir verða spilaðir í nýja keppnisfyrirkomulaginu og Gundogan lýst ekki vel á það.
„Öll þessi umræða um Ofurdeildina en getum við plís talað um nýja keppnisfyrirkomulagið í Meistaradeild Evrópu? Það bætast við fleiri og fleiri leikir, er enginn að hugsa um okkur leikmennina?“ skrifar Gundogan á Twitter.
Hann segir nýtt keppnisfyrirkomulag skárra en Ofurdeildina en að báðir kostir séu slæmir. Það er hans mat að það þurfi ekki að breyta neinu við Meistaradeild Evrópu.
„Keppnisfyrirkomulagið í Meistaradeild Evrópu núna hefur virkað vel og þess vegna er þetta vinsælasta keppni í heimi, bæði fyrir okkur leikmennina og stuðningsmenn,“ skrifaði Ilkay Gundogan, leikmaður Manchester City.
Nýtt keppnisfyrirkomulag í Meistaradeild Evrópu tekur gildi tímabilið 2024/25. Þá fjölgar liðum úr 32 upp í 36 og riðlakeppni deildarinnar verður felld niður.
Öll lið verða í sömu deild og hvert lið spilar fimm heimaleiki og fimm útileiki. Leikir verða ákveðnir eftir styrkleikakerfi og eru félög einnig metin út frá velgengni í gegnum árin.
Átta efstu lið deildarinnar komast síðan áfram í 8-liða úrslit þar sem spilað verður eftir svipuðu kerfi og við könnumst við núna.
With all the Super League stuff going on… can we please also speak about the new Champions League format? More and more and more games, is no one thinking about us players?
The new UCL format is just the lesser of the two evils in comparison to the Super League…— Ilkay Gündogan (@IlkayGuendogan) April 22, 2021