Leicester City tók á móti West Brom í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leiknum lauk með 3-0 sigri Leicester en leikið var á heimavelli liðsins, King Power Stadium.
Jamie Vardy, kom Leicester yfir með marki á 23. mínútu eftir stoðsendingu frá Timothy Castagne.
Þremur mínútum síðar, tvöfaldaði Jonny Evans, forystu heimamanna og það var síðan Kelechi Iheanacho, sem innsiglaði 3-0 sigur Leicester með marki á 36. mínútu.
Leicester er eftir leikinn í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 59 stig. West Brom situr í 19. sæti, níu stigum frá öruggu sæti í deildinni.