Íslendingar voru í eldlínunni í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Jón Dagur Þorsteinsson, var í byrjunarliði AGF og spilaði 84 mínútur í 2-0 sigri á Randers. Jón Dagur átti stoðsendingu í fyrsta marki AGF sem A. Erlykke skoraði. AGF er eftir leikinn í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 42 stig.
Mikael Neville Andersson, kom inn á 82. mínútu í 4-1 sigri Midtjylland á FC Kaupmannahöfn. Midtjylland styrkir þar með stöðu sína á toppi deildarinnar. Eftir leik dagsins er liðið með fjögurra stiga forskot á toppnum.