fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
433Sport

Fræga fólkið og enski boltinn – Hluti IV

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 22. apríl 2021 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ensku klúbbarnir Liverpool, Manchester United, Manchester City, Tottenham, Arsenal og Chelsea hafa nú tapað ansi miklum pening eftir að hafa sagt sig úr Ofurdeildinni og von er á enn meira tapi segir í frétt Sportsmail.

Arsenal – Harry Bretaprins og Piers Morgan
Harry Bretaprins er talinn vera stuðningsmaður Arsenal en hann hefur ekki tjáð sig jafn mikið og bróðir sinn, William, um fótbolta en hann er mikill stuðningsmaður Aston Villa. Umdeildi sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan er líklega einn þekktasti stuðningsmaður liðsins og er Twitter síða hans iðulega full af skoðunum hans um liðið, sumum stuðningsmönnum og leikmönnum liðsins til ama. Idris Elba virðist vera harður stuðningsmaður liðsins og hefur tekið þátt í markaðssetningu klúbbsins víða um heim. Jeremy Corbyn og Colin Firth eru aðdáendur klúbbsins og einnig Jay-Z, Chris Martin og Rihanna en ekki er vitað hversu mikið þau fylgjast raunverulega með. Þá var Osama Bin Laden mikill stuðningsmaður sem Arsenal menn um heim allan voru ekki sáttir við.

 

Leeds – Russel Crowe og Mel B
Leeds eru nýliðar í deildinni en sögufrægt félag engu að síður og eiga þar af leiðandi ýmsa fræga stuðningsmenn. Stórleikarinn Russel Crowe er harður stuðningsmaður félagsins og  talaði meira að segja inn á Amazon Prime heimildarþætti liðsins um 2018-19 tímabilið. Mathew Lewis (já sá sem lék Neville Longbottom) ólst upp í Leeds og hefur verið stuðningsmaður liðsins alla ævi. Kryddpían Mel B er einnig ein af þekktari stuðningsmönnum félagsins og hefur opinberlega sagt frá ást sinni á félaginu. Þá er talið að Jon Bon Jovi styðji félagið en hann er mjög hrifinn af Patrick Bamford framherja Leeds, en Bamford hefur einnig sagt í viðtali að lög Bon Jovi komi honum í stuð fyrir leiki.

Russel Crowe

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Burnley – Karl Bretaprins og Snoop Dogg
Enginn annar en verðandi konungur Bretlands, Karl Bretaprins er talinn vera stuðningsmaður Burnley en er þó ekki daglegur gestur á vellinum. Þá hefur rapparinn Snoop Dogg einnig sagt frá því að hann styðji við liðið, óvíst er þó hversu mikil áhrif tapleikur hefur á hann. Krikketleikmaðurinn Jimmy Anderson og Alastair Campbell styðja einnig liðið.

Karl Bretaprins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sheffield United – Sean Bean og Flea
Stjörnunar bíða ekki í röðum eftir því að mæta á völlinn hjá Sheffield en þeir eiga þó sína stjörnustuðningsmenn eins og aðrir. Einn þekktasti stuðningsmaður Sheffield er leikarinn Sean Bean og er hann með húðflúr sínu liði til stuðnings ásamt því að hafa stutt klúbbinn fjárhagslega. Einnig er Flea úr Red Hot Chili Peppers stuðningsmaður félagsins.

Sean Bean
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum
Staðfesta komu Asensio
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Risasigur Arsenal hafi lítið að segja þegar uppi er staðið

Risasigur Arsenal hafi lítið að segja þegar uppi er staðið
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Keyptur til Englands áður en glugganum verður skellt í lás

Keyptur til Englands áður en glugganum verður skellt í lás
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Reynir að losa Felix frá Chelsea í dag – Umboðsmaðurinn mættur til Ítalíu

Reynir að losa Felix frá Chelsea í dag – Umboðsmaðurinn mættur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Allt klárt – City kaupir González á tæpa 9 milljarða í dag

Allt klárt – City kaupir González á tæpa 9 milljarða í dag
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Yfirlýsing Rashford eftir félagaskiptin vekur furðu – Segist hafa fengið haug af tilboðum

Yfirlýsing Rashford eftir félagaskiptin vekur furðu – Segist hafa fengið haug af tilboðum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Uppljóstraði um kjaftasögu sem grasserar í Garðabæ en enginn vill tjá sig um málið

Uppljóstraði um kjaftasögu sem grasserar í Garðabæ en enginn vill tjá sig um málið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Glugginn lokar í kvöld – Eitthvað stórt og óvænt í loftinu

Glugginn lokar í kvöld – Eitthvað stórt og óvænt í loftinu