fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
433Sport

Ensku klúbbarnir í fjárhagsvandræðum eftir Ofurdeildina.

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 22. apríl 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ensku klúbbarnir Liverpool, Manchester United, Manchester City, Tottenham, Arsenal og Chelsea hafa nú tapað ansi miklum pening eftir að hafa sagt sig úr Ofurdeildinni og von er á enn meira tapi segir í frétt Sportsmail.

Þau félög sem höfðu skrifað undir samning við Ofurdeildina höfðu einnig keypt hluta í deildinni fyrir um 8 milljónir punda á haus. Vonin var að Ofurdeildin myndi springa út og verða gífurlega vinsæl um heim allan sem myndi margfalda þessa fjárfestingu klúbbanna.

Öll ensku liðin keyptu hlut í Ofurdeildinni og var sá peningur notaður til að skipuleggja deildina sjálfa, ræða við sjónvarpsstöðvar og auglýsendur ásamt því að borga lögfræðikostnað og fleira. Það er óljóst hversu miklum pening var eytt og hvort að klúbbarnir fái eitthvað til baka.

Í gær kom einnig fram að ensku klúbbarnir gætu verið sektaðir fyrir það að draga sig út úr Ofurdeildinni þar sem þeir skrifuðu í síðustu viku undir samning sem var bindandi í a.m.k. þrjú ár. Sá samningur hafi verið gerður til að forðast það að klúbbarnir hættu við ef umræðan yrði slæm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Búinn að ákveða hvert hann fer ef hann fær ekki nógu gott samningstilboð

Búinn að ákveða hvert hann fer ef hann fær ekki nógu gott samningstilboð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kom öllum á óvart þegar hann labbaði inn um dyrnar: Hafði lent í bílslysi stuttu áður – ,,Vorum búnir að útiloka hann“

Kom öllum á óvart þegar hann labbaði inn um dyrnar: Hafði lent í bílslysi stuttu áður – ,,Vorum búnir að útiloka hann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Er atvinnumaður en hefur ekki horft á einn einasta úrslitaleik – ,,Ég hef alltaf verið svona“

Er atvinnumaður en hefur ekki horft á einn einasta úrslitaleik – ,,Ég hef alltaf verið svona“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Virðist fá endalausa sénsa þrátt fyrir óboðlega framkomu: Kom ömurlega fram við eiginkonuna – Ætlar nú að flytja með honum erlendis

Virðist fá endalausa sénsa þrátt fyrir óboðlega framkomu: Kom ömurlega fram við eiginkonuna – Ætlar nú að flytja með honum erlendis
Sport
Í gær

Skyndilega er Ísland nánast úr leik eftir hörmulega frammistöðu

Skyndilega er Ísland nánast úr leik eftir hörmulega frammistöðu
433Sport
Í gær

Undrabarnið ferðast til Manchester en Arsenal reynir að stela honum

Undrabarnið ferðast til Manchester en Arsenal reynir að stela honum
433Sport
Í gær

Tekur við starfinu einn daginn en nú var ekki rétti tímapunkturinn

Tekur við starfinu einn daginn en nú var ekki rétti tímapunkturinn
433Sport
Í gær

Hafa Ronaldo og félagar betur í kapphlaupinu við stórliðið?

Hafa Ronaldo og félagar betur í kapphlaupinu við stórliðið?