Atletico Madrid tók á móti Huesca í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leiknum lauk með 2-0 sigri Atletico en leikið var á heimavelli liðsins, Estadio Wanda Metropolitano.
Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 39. mínútu, það skoraði Ángel Correa eftir stoðsendingu frá Llorente.
Þannig stóðu leikar allt þar til á 80. mínútu þegar að Yannick Carrasco, innsiglaði 2-0 sigur Atletico með marki eftir stoðsendingu frá Llorente.
Sigurinn kemur Atletico aftur á topp deildarinnar, þar sem liðið situr með 73 stig og þriggja stiga forskot á Real Madrid.
Huesca er í harðri fallbaráttu, liðið situr í 18. sæti, einu stigi frá öruggu sæti í deildinni.