fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
433Sport

Yfirmaður Gylfa fær nýjan samning

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcel Brands yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton hefur fengið nýjan þriggja ára samning hjá félaginu. Hann fær mikið lof fyrir starf sitt.

Brands tók við starfinu hjá Everton árið 2018 en hann stjórnar leikmannakaupum félagsins í samráði við stjórann hverju sinni. Hann er einnig í stjórn félagsins.

Brands hefur notið þess að vinna með Carlo Ancelotti og treystir Everton á að þessir tveir menn geti komið félaginu í hóp þeirra bestu. Everton hefur sett mikla fjármuni í leikmenn og vilja ná langt.

„Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að ég myndi setjast niður með Marcel og semja við hann,“ sagði Bill Kenwright stjórnarformaður félagsins.

„Hann er frábær í sínu starfi og á frábært samstarf við Carlo Ancelotti. Það er mikilvægt að hafa hann hérna næstu árin.“

Gylfi Þór Sigurðsson er í herbúðum Everton en samningur hans við félagið rennur út eftir rúmt ár, Brands gæti boðið honum lengri samning á næstu vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skoraði sitt fyrsta mark og er ekki langt frá pabba sínum – Þarf að skora fjögur mörk til viðbótar

Skoraði sitt fyrsta mark og er ekki langt frá pabba sínum – Þarf að skora fjögur mörk til viðbótar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hristi hausinn eftir skelfileg mistök liðsfélaga í gær – Sjáðu myndbandið

Hristi hausinn eftir skelfileg mistök liðsfélaga í gær – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Heppinn að vera ekki blindur eftir óhugnanlega árás: Opnaði dyrnar og fékk sýru í andlitið – ,,Hræddur í hvert skipti sem ég heyri hljóð“

Heppinn að vera ekki blindur eftir óhugnanlega árás: Opnaði dyrnar og fékk sýru í andlitið – ,,Hræddur í hvert skipti sem ég heyri hljóð“
433Sport
Í gær

England: Manchester City vann sterkan sigur á Chelsea eftir slæma byrjun

England: Manchester City vann sterkan sigur á Chelsea eftir slæma byrjun
433Sport
Í gær

England: Arsenal og Liverpool með sigra – Bournemouth burstaði Forest

England: Arsenal og Liverpool með sigra – Bournemouth burstaði Forest
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester City og Chelsea – Marmoush byrjar

Byrjunarlið Manchester City og Chelsea – Marmoush byrjar