fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
433Sport

Real Madrid á toppinn eftir sigur á Cádiz – Benzema frábær

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 21:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cádiz tók á móti Real Madrid í 31. umferð spænsku deildarinnar í kvöld. Leiknum lauk með öruggum 0-3 sigri spænsku meistaranna. Með sigrinum komust Madrídingar á topp deildarinnar með 70 stig, jafn mörg stig og Atlético sem eiga leik til góða.

Real byrjuðu leikinn af krafti og litu afar vel út. Karim Benzema braut ísinn fyrir gestina eftir hálftíma leik úr vítaspyrnu. Odriozola tvöfaldaði forystu Madrídinga aðeins fjórum mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Benzema. Benzema gulltryggði sigurinn með þriðja markinu rétt fyrir hálfleik úr skalla. Seinni hálfleikur var nokkuð rólegur og héldu Madrídingar boltanum. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og öruggur sigur Real Madrid staðreynd.

Cádiz 0 – 3 Real Madrid
0-1 Benzema (´30)
0-2 Odriozola (´33)
0-3 Benzema (´40)

Fimm öðrum leikjum í La Liga er lokið í kvöld. Hér að neðan má sjá úrslit þeirra.

Levante 0 – 1 Sevilla
0-1 En-Nesyri (´53)

Osasuna 3 – 1 Valencia
1-0 Calvo (´13)
1-1 Gameiro (´30)
2-1 Calleri (´32)
3-1 Torres (´67)

Betis 0 – 0 Athletic Club

Alavés 2 – 1 Villareal
1-0 Joselu (´17)
1-1 Alcácer (´50)
2-1 Méndez (´80)

Elche 1 – 1 Valladolid
1-0 Fidel (´22)
1-1 Olaza (´86)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skoraði sitt fyrsta mark og er ekki langt frá pabba sínum – Þarf að skora fjögur mörk til viðbótar

Skoraði sitt fyrsta mark og er ekki langt frá pabba sínum – Þarf að skora fjögur mörk til viðbótar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hristi hausinn eftir skelfileg mistök liðsfélaga í gær – Sjáðu myndbandið

Hristi hausinn eftir skelfileg mistök liðsfélaga í gær – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Heppinn að vera ekki blindur eftir óhugnanlega árás: Opnaði dyrnar og fékk sýru í andlitið – ,,Hræddur í hvert skipti sem ég heyri hljóð“

Heppinn að vera ekki blindur eftir óhugnanlega árás: Opnaði dyrnar og fékk sýru í andlitið – ,,Hræddur í hvert skipti sem ég heyri hljóð“
433Sport
Í gær

England: Manchester City vann sterkan sigur á Chelsea eftir slæma byrjun

England: Manchester City vann sterkan sigur á Chelsea eftir slæma byrjun
433Sport
Í gær

England: Arsenal og Liverpool með sigra – Bournemouth burstaði Forest

England: Arsenal og Liverpool með sigra – Bournemouth burstaði Forest
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester City og Chelsea – Marmoush byrjar

Byrjunarlið Manchester City og Chelsea – Marmoush byrjar