Andrea Agnelli forseti Juventus hefur útilokað að Ofurdeildin fari nú í loftið, þetta er ljóst eftir að sex ensk félög hættu við þátttöku í gær.
Atletico Madrid og Inter Milan voru rétt í þessu að tilkynna um að félögin væru hætt við, eru félögin því í heildina orðin átta sem eru hætt við..
Manchester United, Manchester City, Chelsea, Liverpool og Tottenham hættu öll við þátttöku í deildinni í gær.
„Ef ég á að vera alveg heiðarlegur er svarið nei, það virðist ekki svo vera,“ sagði Agnelli þegar hann var spurður um hvort deildin gæti farið í loftið.
Juventus, AC Milan, Real Madrid og Barcelona hafa ekki tilkynnt formlega að þau séu hætt við þátttöku í deildinni. Ofurdeildin átti að vera fyrir stærstu félög Evrópu og ætluðu þau að skapa sér mikla fjármuni með henni.
Tólf félög tilkynntu um stofnun ofurdeildarinnar á sunnudagskvöldið. Síðan þá hafa eldar logað um alla Evrópu, deildin var þvert gegn vilja stuðningsmanna og voru kröftugt mótmæli helsta ástæða þess að ensku félögin gáfust upp og hættu við í gær.
Uppfært:
Inter Milan hefur einnig hætt við þáttöku.