Virði Manchester United hrundi á markaði eftir að ljóst var að félagið væri hætt við að taka þátt í hinni umdeildu Ofurdeild.
Hlutabréf United ruku upp á mánudag þegar félagið hafði tilkynnt um þátttöku í deildinni, deildin átti að færa félögum miklu meiri fjármuni en áður hefur sést í Evrópukeppnum.
Mikil mótstaða var á meðal almennings við deildina og í gær tilkynntu öll sex ensku félögin sem ætluðu að vera með, að þau væru hætt við.
Hlutabréf United tóku mikla dýfu við það en eru á svipuðum stað og áður, hlutabréfin lækkuðu í heild um 150 milljónir punda.
Glazer fjölskyldan á stærstan hluta í United og stjórnar daglegum rekstri, margir stuðningsmenn United vilja losna við Glazer fjölskylduna.