Sky Sports News segir frá því að félög í Ofurdeildinni séu við það að guggna á plönum sínum og skoði það að hætta við.
Sagt er að félögin hafi rætt saman síðasta sólarhringinn, Sky segir að nokkrir stjórnarmenn óttist það að vera hengdir til þerris á opinberum vettvangi.
Sagt er að félögin séu einhver byrjuð að sjá eftir þessu, þau séu ósátt við hvernig staðið hefur verið að því stjórna umræðunni. Þau hafi átt von á því að málinu yrði stjórnað betur. Þau eru sögð óttast í hvaða átt málin eru að þróast.
12 evrópsk stórlið á knattspyrnusviðinu tilkynntu seint á sunnudagskvöld að þau hafi tekið saman höndum um stofnun Ofurdeildar, The Super League. UEFA er alfarið á móti þessu og hótaði í gær að útiloka liðin og leikmenn þeirra frá þátttöku í öllum mótum á alþjóðasviðinu. Þá hafa knattspyrnusamböndin í Englandi, Spáni og á Ítalíu hótað að reka liðin úr deildarkeppnunum þar í landi. Markmiðið með deildinni er að til verði keppni þar sem 15 lið eiga alltaf fast sæti en árlega fái 5 önnur lið aðgang að keppninni.
Stofnfélög deildarinnar eru:
Arsenal
Chelsea
Liverpool
Manchester City
Manchester United
Tottenham
Atlético Madrid
Barcelona
Real Madrid
AC Milan
Inter Milan
Juventus.
🚨 BREAKING 🚨
There are strong differences of opinion emerging in private between breakaway clubs. Some execs involved believe they’re being hung out to dry & are beginning to get cold feet. They’re nervous & disappointed about the handling.
[via @SkyKaveh] pic.twitter.com/p64x6acUs6
— Football Daily (@footballdaily) April 20, 2021