Barcelona, Atletico Madrid, Manchester City og Manchester United eru talin ætla að fylgja fordæmi Chelsea og hætta við þátttöku í evrópsku ofurdeildinni.
Ekki er ólíklegt að enn fleiri lið fylgi strax í kjölfarið. Enn eiga tíðindi eftir að berast frá Arsenal, Liverpool, Tottenham, AC Milan, Inter, Juventus og Real Madrid.
Mikil reiði hefur verið í knattspyrnuheiminum undanfarna tvo sólarhringa vegna stofnun deildarinnar.
Uppfært: Samkvæmt TalkSport verður alfarið hætt við fyrirhugaða ofurdeild.