Dagný Brynjarsdóttir lék fyrir West Ham í jafntefli fyrr í kvöld. Guðlaugur Victor Pálson var þá í sigurliði Darmstadt.
Dagný var í byrjunarliði West Ham gegn Aston Villa í ensku ofurdeildinni í kvöld. Hún lék allan leikinn í fremstu víglínu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. Dagný og stöllur eru í 9.sæti deildarinnar, tveimur stigum fyrir ofan Bristol City sem er í fallsæti. West Ham á þó eftir að leika fjóra leiki á meðan Bristol á aðeins þrjá leiki eftir.
Guðlaugur Victor spilaði allan leikinn á miðjunni fyrir Darmstadt sem sigraði Wurzburger á útivelli, 1-3, í næstefstu deild í Þýskalandi. Lið hans siglir lignan sjó um miðja deild þegar fjórar umferðir eru eftir.