Hjörvar Hafliðason stjórnandi Dr. Football segir frá því á Twitter síðu hlaðvarpsins að Ágúst Eðvald Hlynsson sé á leið til FH á láni frá Horsens í Danmörku.
Uppfært
Horsens hefur nú staðfest að Ágúst hafi verið lánaður til FH.
Ágúst var keyptur til Horsens síðasta haust eftir fína frammistöðu með Víkingi í efstu deild hér á landi í tæp tvö ár.
Dvöl hans í efstu deild í Danmörku hefur hins vegar verið nokkuð misheppnuð, Ágúst hefur fá tækifæri fengið og er að snúa aftur heim.
Ágúst er 21 árs gamall miðjumaður en hann er í annað sinn að snúa heim til Íslands úr atvinnumennsku, hann fór ungur að árum til Norwich og síðan til Bröndby. Hann gekk svo í raðir Víkings árið 2019.
Ágúst er leikinn miðjumaður sem ætti að styrkja lið FH sem mun í sumar spila undir stjórn Loga Ólafssonar.
Ágúst Hlynsson leikmaður AC Horsens er á leiðinni á láni til FH-inga. pic.twitter.com/M9z3X8SC0O
— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) April 19, 2021