fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Algjör falsfrétt að Mourinho hafi neitað að fara á æfingu vegna Ofurdeildarinnar

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 10:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins árangur innan vallar varð til þess að stjórn Tottenham ákvað að reka Jose Mourinho úr starfi. Fréttir um annað eru sagðar rangar.

Á samfélagsmiðlum hefur því verið haldið fram að Mourinho hafi neitað að stýra æfingu Tottenham í morgun, vegna Ofurdeildarinnar sem greint var frá í gær.

Fjöldi virtra blaðamanna hefur slökkt í þessum falsfréttum en Simone Stone hjá BBC er einn af þeim. Aðeins árangur Mourinho með Tottenham kostaði hann starfið. Tottenham er eitt af 12 félögum sem stofnuðu deildina.

12 evrópsk stórlið á knattspyrnusviðinu tilkynntu seint í gærkvöldi að þau hafi tekið saman höndum um stofnun Ofurdeildar, The Super League. UEFA er alfarið á móti þessu og hótaði í gær að útiloka liðin og leikmenn þeirra frá þátttöku í öllum mótum á alþjóðasviðinu. Þá hafa knattspyrnusamböndin í Englandi, Spáni og á Ítalíu hótað að reka liðin úr deildarkeppnunum þar í landi. Markmiðið með deildinni er að til verði keppni þar sem 15 lið eiga alltaf fast sæti en árlega fái 5 önnur lið aðgang að keppninni.

Liðunum verður skipt í tvo 10 liða riðla þar sem liðin leika heima og að heiman gegn hvert öðru. Leikið verður í miðri viku og ætla liðin að vera áfram með í deildarkeppnunum í heimalöndum sínum. Þrjú efstu liðin úr hvorum riðli fara síðan beint áfram í átta liða úrslit þar sem leikið verður heima og að heiman með útsláttarfyrirkomulagi. Liðin í fjórða og fimmta sæti riðlanna leika um lausu sætin tvö í átta liða úrslitunum. Þau tvö lið sem komast í úrslitin leika síðan einn leik til úrslita um sigur í deildinni

Stofnfélög deildarinnar eru:
Arsenal
Chelsea
Liverpool
Manchester City
Manchester United
Tottenham
Atlético Madrid
Barcelona
Real Madrid
AC Milan
Inter Milan
Juventus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segir að endurkoma Gerrard sé vel möguleg

Segir að endurkoma Gerrard sé vel möguleg
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð
433Sport
Í gær

Nánast útilokað að Rashford klæðist treyju United aftur

Nánast útilokað að Rashford klæðist treyju United aftur
433Sport
Í gær

Conte pirraður út í forráðamenn Napoli sem keyptu ekki þá sem hann vildi

Conte pirraður út í forráðamenn Napoli sem keyptu ekki þá sem hann vildi
433Sport
Í gær

Þetta voru tíu dýrustu kaupin í janúar – City borgaði 32 milljarða fyrir fjóra leikmenn

Þetta voru tíu dýrustu kaupin í janúar – City borgaði 32 milljarða fyrir fjóra leikmenn
433Sport
Í gær

Tvö íslensk félög sett í bann af FIFA í síðustu viku – „Ég veit ekki meira um málið í dag“

Tvö íslensk félög sett í bann af FIFA í síðustu viku – „Ég veit ekki meira um málið í dag“