Íslendingalið Esbjerg steinlá í næstefstu deild Danmerkur í dag. Darmstadt, lið Guðlaugs Victor Pálssonar, gerði þá jafntefli í Þýskalandi.
Esbjerg, undir stjórn Ólafs Kristjánsson, tapaði 4-0 gegn Viborg. Leikurinn var liður í efri hluta (e. Promotion Group) deildarinnar sem skipt var í tvennt nýlega. Þar keppa sex efstu lið næstefstu deildar um tvö sæti í efstu deild. Esbjerg er í þriðja sæti, 1 stigi á eftir Silkeborg. Ólafur og lærisveinar eiga sjö leiki eftir en Silkeborg átta.
Andri Rúnar Bjarnason sat allan tímann á varamannabekk Esbjerg í dag. Kjartan Henry Finnbogason er einnig á mála hjá félaginu en er meiddur.
Guðlaugur Victor Pálsson lék þá allan leikinn á miðjunni hjá Darmstadt í 2-2 jafntefli gegn Greuther Furth. Liðin leika í Bundersliga 2, næstefstu deild Þýska boltans.
Darmstadt er í 12.sæti af 18 liðum í deildinni, 10 stigum fyrir ofan fallsvæðið.