Framherjinn öflugi Tiffany McCarty hefur samið við Breiðablik.
McCarty er reynslumikill framherji sem kemur frá Bandaríkjunum en hefur komið víða við. Í háskólaboltanum lék hún með sterku liði Florida State og á ennþá markamet skólans þar sem hún skoraði 63 mörk í 98 leikjum. Eftir háskóla lék hún í NWSL atvinnumannadeildinni í Bandaríkjunum með Washington Spirit, Houston Dash og FC Kansas City. Auk þess hefur hún leikið með Albirex Ladies í japönsku úrvaldsdeildinni og Medkila IL í norsku úrvalsdeildinni.
Á síðastliðnu tímabili lék McCarty með Selfossi þar sem hún skoraði 9 mörk í 16 leikjum í Pepsi Max deildinni.