Liverpool og Aston Villa eigast þessa stundina við í ensku úrvalsdeildinni. Staðan er 0-1 fyrir Villa nú þegar fyrri hálfleik er lokið. Það var þó útlit fyrir að Roberto Firmino hafi jafnað metin í lok hálfleiksins.
Eftir að hafa skoðað atvikið í VAR þá var niðurstaða dómara sú að Diogo Jota hafi verið rangstæður í aðdraganda marksins. Leikmaðurinn átti þá eftir að koma boltanum á Andy Robertson sem átti svo skot sem endaði hjá Firmino, sem kom boltanum svo í markið.
Það er ljóst á endursýningum að þetta stóð ansi tæpt. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn á þessu tímabili þar sem mörk eru dæmd af með þessum hætti.
Roberto Firmino's equaliser for Liverpool is ruled out after Diogo Jota was deemed offside in the build-up#LIVAVL pic.twitter.com/R2EQzeuznJ
— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) April 10, 2021