Nokkrir Íslendingar kláruðu leiki með sínum félagsliðum nú fyrir stuttu. Allir spiluðu 90 mínútur.
Jón Guðni Fjóluson spilaði allan leikinn í vörn Hammarby í 3-2 tapi gegn Malmö. Þetta var fyrsti leikur liðanna í sænsku úrvalsdeildinni á nýju tímabili, sem hófst í dag.
Daníel Leó Grétarsson spilaði þá allan leikinn fyrir Blackpool sem gerði 2-2 jafntefli gegn Lincoln á útivelli í ensku C-deildinni. Blackpool er í umspilssæti í deildinni eins og er.
Í deildinni fyrir neðan, D-deildinni, stóð Jökull Andrésson í marki Exeter sem burstaði Cambridge, 1-4. Exeter er nú í áttunda sæti, einungis 1 stigi frá umspilssæti.