Svo virðist sem búningar Manchester United fyrir næstu leiktíð hafi lekið á netið en nýr styrktaraðili verður á treyjum félagsins.
Team Viewer sem er þýskt tæknifyrirtæki tekur við af Chevrolet sem verið hefur á treyjum United síðustu ár.
Það verður Adidas sem framleiðir treyjurnar en önnur af varatreyjum félagsins vekur mikla athygli, um er að ræða ljósbláa treyju. Treyjan minnir marga á treyju sem félagið notaði frá 1990 til 1992 og þótti ansi flott.
Á þeim tíma var Adidas einnig að framleiða treyjur félagsins og því þurfti ekki að sækja hugmyndina langt yfir lækinn.
Myndir af treyjum United fyrir næstu leiktíð sem ensk blöð fjalla um má sjá hér að neðan.