PAOK vann í kvöld góðan útisigur á AEK frá Aþenu í gríska bikarnum. Leiknum lauk með 1-0 sigri PAOK.
Sverrir Ingi Ingason var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá PAOK og spilaði allan leikinn.
Eina mark leiksins kom á fimmtu mínútu uppbótartíma venjulegs leiktíma. Markið skoraði Thomas Murg, leikmaður PAOK.
Um var að ræða fyrri leik liðanna í einvíginu í gríska bikarnum en seinni leikurinn fer fram á heimavelli PAOK eftir hálfan mánuð.