Juventus tók á móti Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leiknum lauk með 2-1 sigri Juventus en leikið var á heimavelli liðsins Allianz Arena.
Cristano Ronaldo fékk gullið tækifæri til þess að koma Juventus yfir strax á 2. mínútu en tókst á óútskýranlegan hátt að klúðra þessu dauðafæri sem má sjá hér fyrir neðan.
Ronaldo bætti hins vegar upp fyrir mistökin á 13. mínútu er hann kom Juventus yfir með marki á 13. mínútu eftir stoðsendingu frá Federico Chiesa. Þetta var 25 mark Ronaldo í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og tólfta tímabil hans í röð þar sem hann nær slíkum markafjölda í deildarkeppni.
Það var síðan Paulo Dybala sem skoraði annað mark Juventus á 73. mínútu eftir stoðsendingu frá Rodrigo Bentancur.
Lorenzo Insigne, minnkaði muninn fyrir Napoli með marki úr vítaspyrnu á 89. mínútu en nær komust gestirnir ekki. Leiknum lauk með 2-1 sigri Juventus.
Juventus er eftir leikinn í 3. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 59 stig. Napoli situr í 5. sæti með 56 stig.
Þá vann topplið deildarinnar Inter Milan, 2-1 sigur á Sassuolo í kvöld. Inter situr í 1. sæti deildarinnar með 71 stig, ellefu stigum meira en AC Milan sem er í 2. sæti.