Tveir leikir fóru fram í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Um var að ræða fyrri viðureignir í umferðinni. Paris Saint-Germain vann sterkan útivallarsigur á Bayern Munchen og þá vann Chelsea 1-0 útivallarsigur á Porto.
Porto og Chelsea mættust á Ramon Sanches-Pijzuan, heimavelli Sevilla, sökum Covid-19 takmarkana. Um var að ræða heimavallarleik Porto.
Fyrsta mark leiksins kom á 32. mínútu, það skoraði Mason Mount sem fékk stoðsendingu frá Jorginho og lék frábærlega á varnarmann Porto áður en hann kom boltanum í netið.
Ben Chilwell, bætti síðan við öðru mikilvægu útivallarmarki fyrir Chelsea á 85. mínútu og þar við sat.
Leiknum lauk með 2-0 sigri Chelsea en liðin mætast aftur þann 13. apríl næstkomandi.
Porto 0 – 2 Chelsea
0-1 Mason Mount (’32)
0-2 Ben Chilwell (’85)
Það snjóaði á Allianz Arena í Þýskalandi er Evrópumeistarar Bayern Munchen og franska liðið Paris Saint-Germain mættust.
Ekki þurfti að bíða lengi eftir fyrsta marki leiksins en það kom á 3. mínútu. Þar var að verki Kylian Mbappe sem kom Paris Saint Germain yfir eftir stoðsendingu frá Neymar. Það er ljóst að Manuel Neuer, hefði geta gert betur í marki Bayern Munchen.
Á 28. mínútu tvöfaldaði Marquinhos forystu Paris Saint Germain með marki eftir stórkostlega sendingu frá Neymar inn fyrir vörn Bayern Munchen.
Rétt tæpum tíu mínútum síðar minnkaði Eric Maxim Choupo-Moting, muninn fyrir Bayern Munchen með skallamarki eftir fyrirgjöf frá Benjamin Pavard. Staðan því orðin 2-1 fyrir Paris Saint Germain.
Mörkin héldu áfram að koma í seinni hálfleik. Á 60. mínútu jafnaði Thomas Muller, leikinn fyrir Bayern Munchen með marki eftir stoðsendingu frá Joshua Kimmich.
Bæjarar áttu hins vegar ekki eftir að verða jafnir Paris Saint Germain í langan tíma. Á 68. mínútu kom Kylian Mbappe, gestunum yfir í annað skipti í leiknum.
Þetta reyndist sigurmark leiksins sem lauk með 3-2 útisigri Paris Saint Germain. Gestirnir náðu í mikilvæg útivallarmörk fyrir seinni leik liðanna sem fer fram í París þann 13. apríl næstkomandi.
Bayern Munchen 2 – 3 Paris Saint Germain
0-1 Kylian Mbappe (‘3)
0-2 Marquinhos (’28)
1-2 Eric Mexim Choupo-Moting (’37)
2-2 Thomas Muller (’60)
2-3 Kylian Mbappe (’68)