Hörður Björgvin Magnússon landsliðsmaður í knattspyrnu og unnusta hans Móeiður Lárusdóttir hafa keypt sér hús í Fossvogi. Vísir.is segir frá, parið býr í Moskvu þar sem Hörður leikur með CSKA.
Húsið sem Hörður og Móeiður hafa fest kaup á var áður í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnhildar Sveinsdóttur.
Húsið sem er staðsett neðst á þessum vinsæla stað eru rúmir 230 fermetrar en ásett verð var 150 milljónir.
Eiður Smári sem er að flestra matri besti knattspyrnumaður í sögu Íslands er í dag aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, húsið í Fossvoginum verður því áfram í herbúðum íslenska landsliðsins. Hörður Björgvin hefur verið algjör lykilmaður í landsliðinu síðustu ár.
Húsið má sjá hér að neðan.