fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
433Sport

Hörður flýgur til Finnlands til að fara undir hnífinn

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Björgvin Magnússon leikmaður Íslands og CSKA Moskvu er á leið í aðgerð eftir að hafa slitið hásin í Rússlandi um helgina. Allt stefnir í að Hörður verði fjarverandi í hálft ár.

„Ég flýg til Finnlands á morgun og fer í aðgerð á föstudag. Síðan kem ég bara aftur til Moskvu og verð í 2-3 vikur þar áður en ég kem svo til Íslands í sumarfrí,“ segir Hörður í viðtali við RÚV.

Hörður mun missa af endrapsetti úrvalsdeildarinnar í Rússlandi og af landsleikjum Íslands í sumar. Hann vonast til að geta verið klár í slaginn í september þegar Ísland heldur áfram með undankeppni HM, það verður þó tæpt.

„Ég held að menn tali alltaf um allavega sex mánaða bataferli. En svo eru auðvitað dæmi um fólk sem hefur jafnað sig á skemmri tíma. Vonandi verð ég bara í þeim hópi, þannig ég verði klár í slaginn aftur í september,“ sagði Hörður við RÚV.

Hörður byrjaði tvo af þremur landsleikjum Íslands í mars og lagði upp eitt marka Íslands í sigri á Liechtenstein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Dregið í Evrópudeildinni – Íslendingar mætast

Dregið í Evrópudeildinni – Íslendingar mætast
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ronaldo og félagar snarhækka tilboð sitt

Ronaldo og félagar snarhækka tilboð sitt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta eru mögulegir andstæðingar United og Tottenham – Geta bara mæst í úrslitum

Þetta eru mögulegir andstæðingar United og Tottenham – Geta bara mæst í úrslitum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spilar í vörn en lærði að verjast 28 ára gamall – ,,Hef aldrei lært eins mikið og á þessum sjö mánuðum“

Spilar í vörn en lærði að verjast 28 ára gamall – ,,Hef aldrei lært eins mikið og á þessum sjö mánuðum“
433Sport
Í gær

Undirskriftalistinn skilaði litlum árangri: Framdi sjálfsmorð aðeins 27 ára gömul – ,,Hvernig geta þeir sýnt svona mikla vanvirðingu?“

Undirskriftalistinn skilaði litlum árangri: Framdi sjálfsmorð aðeins 27 ára gömul – ,,Hvernig geta þeir sýnt svona mikla vanvirðingu?“
433Sport
Í gær

Benitez að taka að sér óvænt starf

Benitez að taka að sér óvænt starf