Lee Collins, leikmaður Yeovil Town í Englandi lést á dögunum 32 ára að aldri. Collins var fyrirliði liðsins. Síðasti leikur hans fyrir félagið fór fram þann 6. febrúar á þessu ári.
Rannsókn á láti Collins hófst skömmu eftir andlát hans. Leikmaðurinn mætti ekki á æfingu daginn örlagaríka og í kjölfarið hófst leit að honum. Hann fannst síðar látinn á hótelherbergi.
Rannsókn á andláti Collins leiddi í ljós að hann framdi sjálfsmorð, hengdi sig á hótelherberginu.
Andlát Lee Collins eru sorgarfréttir fyrir stuðningsmenn Yeovil Town en leikmaðurinn var vel liðinn hjá félaginu og stuðningsmönnum þess.
🌹 For you, Lee. #YTFC 💚 pic.twitter.com/z1h92GPQ4f
— Yeovil Town FC (@YTFC) April 2, 2021