Kevin de Bruyne hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester City sem gildir til ársins 2025. De Bruyne kom til City árið 2015 og hefur átt frábæran tíma hjá City.
De Bruyne þénaði um 300 þúsund pund á viku á gamla samningi sínum en fær talsverða launahækkun samkvæmt enskum blöðum.
„Pep og ég sjáum fótboltann á sama hátt, það er mjög mikilvægt fyrir mig að hafa svona samband við þjálfarann. Við viljum sömu hlutina,“ sagði De Bruyne um samband sitt við Pep Guardiola.
City hefur möguleika á því að vinna fjóra titla á þessu tímabili. „Þetta félag er gert til þess að ná árangri, þetta er allt sem ég þarf til að ná hámarks árangri. Það var einfalt mál að skrifa undir þennan samning.“
„Ég er að spila besta fótboltann á ferlinum og ég tel að það sé meira á leiðinni.“