Það var líf og fjör í enska boltanum yfir páskana en Liverpool vann góðan sigur á Arsenal á útivelli, lærisveinar Jurgen Klopp virðast vera að ná vopnum sínum á nýjan leik.
Manchester City pakkaði Leicester saman og virðist á öruggri leið með að vinna deildina með yfirburðum.
Manchester United vann sigur á Brighton en Chelsea tapaði ansi óvænt fyrir West Brom á heimavelli þar sem Thiago Silva lét reka sig af velli.
Tottenham missteig sig gegn Newcastle og Everton gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Lið umferðarinnar að mati BBC er hér að neðan.