Manchester City tók í kvöld á móti Dortmund í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Mikið drama var í leiknum og voru leikmenn Dortmund ósáttir þegar mark Bellingham fékk ekki að standa. Leikurinn endaði þó 2-1 fyrir City og var Guardiola sáttur með sína menn og hafði þetta að segja í viðtali við BT sport:
„Betra að vinna en að gera jafntefli. Í Meistaradeildinni er markmiðið að vinna leiki. Í fyrri hálfleik vorum við ekki nægilega klókir á boltann. Seinni hálfleikur var mun betri, við fengum tvö til þrjú opin færi til að skora en það gerðist ekki.
„Dortmund er gott lið með góða leikmenn og með þessi gæði er erfitt að gera það sem við vildum gera en 2-1 gefur okkur góðan möguleika fyrir næsta leik.“
„Nú ætlum við að horfa á leikinn og greina nákvæmlega hvað við þurfum að gera eins og við höfum gert síðustu mánuði. Við spilum alltaf til sigurs.“