Það er stórleikur í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar Liverpool heimsækir Real Madrid í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum.
Liðin mættust síðast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2018 en þá hafði Real Madrid betur í eftirminnilegum leik.
Bæði lið hafa hikstað á þessu tímabili en hafa á síðustu vikum fundið vopn sín og er því von á fjörugum leik í höfubðrg Spánar í kvöld.
Enska götublaðið The Sun hefur sett saman draumalið með leikmönnum liðanna en þar má finna margt áhugavert. Fimm koma frá Real Madrid en sex frá Liverpool, um er að ræða leikmenn sem hafa heilsu til að spila í kvöld.