Manchester City tók í kvöld á móti Dortmund í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn endaði 2-1 fyrir City og þeir því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn. Bellingham hafði þetta að segja við BT sport.
„Þetta er eitt besta lið í heimi. Þeir eru í heimsklassa í því að vinna boltann aftur þegar þeir tapa honum.“
Mikið drama var í leiknum og voru leikmenn Dortmund ósáttir þegar mark Bellingham fékk ekki að standa. Bellingham var að vonum ósáttur við dómgæsluna:
„Ég er alveg viss um að ég hafi unnið boltann löglega. Þetta er frekar pirrandi þegar það eru svona margar myndavélar á vellinum að þeir leyfi leiknum ekki að fljóta og tékki svo eftir á.“
„Þetta er fótbolti og við verðum bara að sætta okkur við þetta. Eina sem ég fékk að vita var að ég hafi verið spjaldaður og þeir fá aukaspyrnu. Þeir hefðu átt að tékka á þessu.“