Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar um helgina og skoraði sigurmark liðsins gegn Willem II í hollensku úrvalsdeildinni.
Þá var hann valinn maður leiksins á ýmsum miðlum en Albert hefur átt góðu gengi að fagna eftir áramót.
Albert byrjaði tímabilið vel en var síðan settur út í kuldann, hann hefur síðan komið sterkur til baka og svarað fyrir sig innan vallar.
Albert er í liði umferðinnar í Hollandi en þessi snjalli sóknarmaður var hetja AZ Alkmaar um helgina.